Steingrímsfjarðarheiði

Steingrímsfjarðarheiðin er algengasta akstursleið ferðalanga til Ísafjarðar. Hún liggur milli Steingrímsfjarðar og Ísafjarðardjúps þar sem áður var fjölfarin gönguleið. Segja munnmæli að tröllkonan Kleppa hafi rutt þá leið með hesti sínum Flóka en akvegurinn um heiðina var opnaður árið 1984. 

 

Myndin er tekin daginn fyrir Fossavatnsgöngu og er lýsandi fyrir þær fallegu móttökur sem náttúran veitir ferðalöngum þegar þeir koma á háheiðina og virða fyrir sér Ísafjarðardjúpið framundan, með sínum vogskornu fjörðum á vinstri hönd og snæviþakta Snæfjallaströndina á þá hægri. 

 

Fossavatnsgangan á Ísafirði er elsta og fjölmennasta skíðagöngukeppni landsins, haldin frá árinu 1935.


Share by: